Byggðastofnun
Miðvikudaginn 06. mars 1991


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Herra forseti. Það er borin von að þessari umræðu geti lokið áður en reglulegur þingflokksfundartími hefst svo að ég vil óska eftir því að þessu máli verði frestað fram yfir helgi. Það er nú svo að þingið á ekki að fara eftir hentisemi ráðherrans. Ráðherrann á að gegna þingskyldum sínum. Hann er flm. að þessu frv. Honum ber skylda til að vera við. Þess vegna ítreka ég þær óskir mínar að við þingmenn þurfum ekki að sitja hér eins og smástrákar og bíða eftir því að hæstv. forsrh. komi hér. Ég veit að hann ætlast ekki til þess sjálfur.