Starfskjör presta þjóðkirkjunnar
Miðvikudaginn 06. mars 1991


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson) :
    Virðulegi forseti. Eftir að 2. umr. lauk hér í deildinni fyrr í dag komu fram athugasemdir við frv. um að bæta inn í tveimur aðilum, annars vegar forstjóra Hafrannsóknastofnunar og hins vegar forstjóra Landhelgisgæslunnar.
    Fjh. - og viðskn. er sammála því að þessir tveir aðilar bætist inn og mæli ég því hér fyrir brtt. við frv. þar að lútandi. Brtt. við frv. til laga um starfskjör presta þjóðkirkjunnar er á þskj. 815 og er svohljóðandi: ,,Á eftir orðinu ,,flugmálastjóri`` í 1. og 3. gr. komi: forstjóri Hafrannsóknastofnunar, forstjóri Landhelgisgæslunnar.``