Mannanöfn
Fimmtudaginn 07. mars 1991


     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Það eru tveir möguleikar til að hafa menn óþekkjanlega í þessu þjóðfélagi. Annars vegar er að gefa þeim ekkert nafn og hins vegar að gefa þeim svo mörg nöfn að enginn viti hvaða nafn þeir beri. Svo fjölskrúðugt gæti þetta nafnakerfi orðið að maður yrði í stökustu vandræðum að átta sig á því hvort það væri hundurinn á bænum eða heimiliskötturinn sem bæri nafnið. Treysti ég mér ekki til að flækja þessi mál meira en orðið er og segi því nei.