Seinkun á utandagskrárumræðum
Fimmtudaginn 07. mars 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Vegna þessara orða hv. 2. þm. Norðurl. e. harmar forseti að hafa ekki átt þess kost að njóta kennslu Eysteins Jónssonar, en forseti telur sig ekki hafa staðið fyrir neinni óreiðu hér í þingsköpum. Eins og hv. 2. þm. Norðurl. e. var fullkunnugt, þá gat forseti Sþ. ekki rofið atkvæðagreiðslu í Nd. Hún varð auðvitað að ganga yfir. Vissulega hefur þessi umræða dregist nú um 20 mínútur, en ég hygg að annað eins hafi gerst og ekki þótt ástæða til umræðna um þingsköp. En það er því minni ástæða til að teygja tímann lengur og umræðu um þingsköp er nú lokið.