Efndir við loðdýrabændur
Fimmtudaginn 07. mars 1991


     Landbúnaðarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) :
    Vinsamlegi forseti. Ég vildi bara fá að gera örstutta athugasemd til að ekki yrði um misskilning að ræða. Það sem ég sagði var um umfang þessara aðgerða í heild sinni. Ég lagði saman hinn beina stuðning, ég lagði saman endurgreiðslur og ábyrgðir og þá er þessi stærð eða umfang þessarar aðgerðar á þessum tveimur og hálfa ári, frá nóvember/desember 1988, þegar ég kom fyrst að þessum málum og endurgreiðslur hófust, á bilinu 600 -- 800 millj. kr. Ég nefndi þetta bara til að menn áttuðu sig á stærðargráðunni í málinu. En ég vona að það sé enginn misskilningur um það sem ég sagði.