Stjórn þingstarfa
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Forseti (Jón Helgason) :
    Vegna ummæla hv. 2. þm. Norðurl. e. vil ég benda á að það voru eindregin tilmæli nokkurra nefndarmanna í allshn. Ed. að fresta umræðunni um frv. um happdrætti og það var vegna þeirra eindregnu óska, sem ég tók tillit til, að ég gerði það.
    Í öðru lagi mun hæstv. fjmrh. ekki vera hér í húsinu þannig að umræða um skýrslu um ríkisfjármál getur ekki farið fram hér, enda held ég að það sé langsótt að ræða hana undir þingsköpum í Ed. þar sem ríkisfjármál eru að sjálfsögðu fyrst og fremst umræðuefni í sameinuðu þingi.
    En ég mun leita eftir því að fá afbrigði veitt fyrir fyrsta og öðru dagskrármáli í þeirri dagskrá, til að byrja með, sem útbýtt er á þessum fundi og ég geri ekki ráð fyrir að neinn ágreiningur sé um og mun þá síðan athuga málið betur vegna óska hv. 2. þm. Norðurl. e.