Grunnskóli
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Geir H. Haarde :
    Virðulegi forseti. Þessi brtt. er náskyld þeirri sem ég mælti hér fyrir áðan en hún er tvíþætt. Fyrri liðurinn gengur út á það að skólanefndir í einstökum sveitarfélögum geti ákveðið framkvæmdir, að einstök sveitarfélög geti ákveðið framkvæmdir við skólamannvirki sem þau borga sjálf, án þess að leita samþykkis menntmrn. Og hin tillagan gengur nú hvorki meira né minna en út á það að skólanefndir megi náðarsamlegast sjálfar fá að ákveða nöfn á skólum í umdæmi sínu en þurfi hvorki að leita samþykkis menntmrn. né örnefnanefndar. ( Landbrh.: Það gengur ekki.) Nei, það gengur ekki, segir valddreifingarpostulinn mikli, hæstv. samgrh. En ég segi já.