Gjaldþrotaskipti o.fl.
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
    Vegna þessara orða hv. 2. þm. Reykn. vill forseti taka það skýrt fram að hann gerði enga tilraun til að þvinga þessi mál fram í deildinni. Hann var fús til að veita allan þann tíma sem menn hefðu viljað til þess að ræða málið við 2. umr. Hins vegar kvaddi sér enginn hljóðs eins og hv. þm. hefur sagt og atkvæðagreiðslan sem slík var ekki óeðlileg enda sá háttur oft hafður á að taka fyrir fjölmargar greinar eins og forseti gerði í þetta skipti. (Gripið fram í.) Þessi kenning hv. 2. þm. Reykv. er að hluta til rétt, hún er líka að hluta til röng. Hvort tveggja er gert og hefur verið gert og fyrir því eru mörg fordæmi.