Stofnræktun kartöfluútsæðis
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Í forföllum frsm. mæli ég fyrir nál. um till. til þál. um stofnræktun kartöfluútsæðis frá atvmn.
    ,,Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Umsagnir bárust frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Stéttarsambandi bænda og Búnaðarfélagi Íslands.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi breytingu:
    Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela landbrh. að koma nú þegar af stað stofnræktun kartöfluútsæðis sem fullnægt geti þörfum allra kartöfluframleiðenda. Verkið verði unnið á grundvelli áætlunar sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur gert.
    Matthías Á. Mathiesen og Ólafur Þ. Þórðarson voru fjarstaddir afgreiðslu málsins.``
    Árni Gunnarsson, Geir Gunnarsson, Kolbrún Jónsdóttir, Geir H. Haarde og Jón Kristjánsson skrifa undir tillöguna.