Björgunarþyrla
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Frsm. allshn. (Guðni Ágústsson) :
    Hæstv. forseti. Á þskj. 868 er nál. frá allshn. um till. til þál. um björgunarþyrlu.
    ,,Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Umsagnir bárust frá Slysavarnafélagi Íslands, Farmanna - og fiskimannasambandi Íslands, Sjómannasambandi Íslands, Flugmálastjórn, Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og Landhelgisgæslu Íslands.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.``
    Undir þetta nál. skrifa Guðni Ágústsson, Jón Kristjánsson, Eggert Haukdal, Ingi Björn Albertsson, Guðrún Helgadóttir, Kristinn Pétursson og Karl Steinar Guðnason.
    Ég vænti þess að þessi þáltill. verði samþykkt hér. Það mun hvorki skorta viljayfirlýsingar um þyrlukaupin né leiðir til að fjármagna þau. Hér fyrr í vetur var gefin heimild í 6. gr. fjárlaga sem heimilar lántöku til þyrlukaupa gegn því að fjáröflum eigi sér stað.
    Hér er á ferðinni í þinginu frv. þar sem fjár verður aflað í gegnum happdrætti. Nú er það frv. helgað þyrlukaupunum eingöngu. Verður það mál vonandi afgreitt frá Alþingi nú í þessari viku. Því ætti, eins og ég sagði áður, hæstv. ríkisstjórn ekki að skorta heimildir né viljayfirlýsingar og vonandi getur hún á útmánuðum leyst þetta mikla hagsmunamál íslenskra sjómanna og reyndar allrar íslensku þjóðarinnar með því að gera samning um kaup á fullkominni björgunarþyrlu.