Næturfundir o.fl.
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Stefán Valgeirsson :
    Virðulegi forseti. Það er alveg rétt sem forseti segir að því var lofað að taka vaxtamálið til umræðu í fyrstu viku eftir áramót. Ég hef tvívegis talað um það síðan en það er sjálfsagt orðinn mánuður síðan. Þessi umræða var ekki borin undir mig að neinu leyti nú og þegar komið er svona nálægt þingslitum hefði mér bara ekki dottið það í hug því það er fáránlegt. Ég vil benda á að hæstv. umhvrh. sést ekki hér. ( Gripið fram í: Hann er í húsinu.) Hann er í húsinu. Hann er hér ekki. Ég hleyp ekki um húsið til að leita að þessum ráðherrum. Hann er ekki hér og það er sjálfsagt rétt að hafa hann hér þegar umræðan hefst. En ég endurtek mótmæli mín við svona vinnubrögðum.