Samningar um álver
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Umhverfisráðherra (Júlíus Sólnes) :
    Virðulegi forseti. Án þess að fara nákvæmlega inn í efnisatriði þessa máls þá get ég svarað hv. þm. Stefáni Valgeirssyni með þeim hætti að þegar ég hef fullvissað mig um það að uppfylltar verði þær kröfur sem eru gerðar í starfsleyfinu um ýtrustu mengunarvarnir í samræmi við nýjustu tækni sem þekkt er til slíks í álverum sem hafa verið reist eða eru í byggingu þessi árin, þá mun ég setja nafn mitt undir slíkt starfsleyfi.