Efnahagsaðgerðir
Miðvikudaginn 13. mars 1991


     Skúli Alexandersson :
    Herra forseti. Meiri hl. fjh. - og viðskn. flytur brtt. á þskj. 927. Hún er að meginhluta til samhljóða tillögu sem flutt var á þskj. 833 en hefur verið dregin til baka. Í þessari tillögu er bætt við að Byggðastofnun sé óheimilt án samþykkis Ríkisábyrgðasjóðs að breyta vöxtum lána þeirra sem þar er um fjallað. Þetta er viðbót við það sem sagði í fyrri brtt. en þar var sagt að Byggðastofnun væri óheimilt án samþykkis Ríkisábyrgðasjóðs að skuldbreyta lánum atvinnutryggingardeildar, breyta þeim í víkjandi lán, hlutafé eða fella þau niður. Breytingin er sú að skotið er inn að það er einnig óheimilt að breyta vöxtum þeirra. Þetta var gert vegna þess að Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri taldi það orka tvímælis hvort það fælist í skuldbreytingunni að hægt væri að breyta vöxtum. Þetta var því sett inn aðeins til þess að forða því að um misskilning gæti orðið að ræða.