Mannanöfn
Miðvikudaginn 13. mars 1991


     Guðný Guðbjörnsdóttir :
    Virðulegur forseti. Ég hef látið dreifa brtt. sem er efnislega svipuð þeirri sem felld var hér á jöfnum atkvæðum að viðhöfðu nafnakalli í síðustu umræðu en með skýrara orðalagi. Ég hef ákveðið að draga þessa till. til baka, ekki af því að ég sé sannfærð um að réttmæti hennar sé ekki það sem ég tel það vera, því ég tel það raunar vera mjög mikið jafnréttismál að fólk fái að kenna sig bæði til föður og móður. Þetta eru leifar að mínu mati af feðraveldinu að nafnakerfið er eins og það er. Ég dreg till. til baka vegna þess að á það hefur verið bent að breyting á frv. núna geti orðið til þess að stöðva það. Ég vil frekar boða hugsanlegar brtt. í þessa átt síðar meir.