Kvöldfundir
Miðvikudaginn 13. mars 1991


     Stefán Valgeirsson :
    Virðulegi forseti. Það er nú gott að þetta kom fram hvað er ætlað hér um þingstörfin. Ég vil spyrja: Við hverja var samið um það? Ekki við þingmenn almennt. Hafa einhverjir umboð fyrir þingmenn til þess að nota slík vinnubrögð sem hér eru, sem eru einsdæmi, a.m.k. í þessi 24 ár sem ég hef verið hér.
    Á morgun á að fara fram eldhúsdagsumræða. Heldur ekki hæstv. forseti að menn þurfi eitthvað að huga að því? Og ef það á að þvæla hér --- það yrði þá fjórða kvöldið sem stjórn þingsins ætlar að halda hér fundi. Þetta er einsdæmi og ég mótmæli þessu algjörlega og ég vil fá að vita það hverjir hafa samið um slík vinnubrögð. Það er ekki verið að hugsa um starfsfólk Alþingis, ég fullyrði það. Ég fylgdist dálítið með að það var komið að niðurlotum, sumt fólkið, í nótt og svo á að bjóða því í kvöld og nótt og annað kvöld og auðvitað á morgun. Þetta er algjört tillitsleysi við það starfsfólk sem er hér í þinginu.