Kortlagning gróðurlendis Íslands
Miðvikudaginn 13. mars 1991


     Frsm. atvmn. (Árni Gunnarsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá hv. atvmn. um till. til þál. um kortlagningu gróðurlendis Íslands.
    Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Umsagnir bárust frá Skógrækt ríkisins, Landvernd, Landmælingum Íslands, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Landgræðslu ríkisins, Skipulagi ríkisins, Upplýsinga - og merkjafræðistofu Háskóla Íslands og Búnaðarfélagi Íslands.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Undir þetta nál. rita nöfn sín sá sem hér stendur og hv. þm. Geir Gunnarsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Hreggviður Jónsson, Matthías Á. Mathiesen, Jón Kristjánsson og Geir H. Haarde.