Samningar um álver
Miðvikudaginn 13. mars 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseta er nú nokkur vandi á höndum. Það sem forseta hefur tekist að gera síðan hv. 2. þm. Austurl. hóf umræðu um þingsköp er að þær fréttir hafa borist að hæstv. sjútvrh. sé á leiðinni. Hæstv. landbrh. er á fundi næsta klukkutímann og kemst ekki. Þegar ég fór heiman að frá mér var hæstv. fjmrh. í beinni útsendingu í sjónvarpi. Ég kann ekki við að trufla hann fyrr en því er lokið. Það kann að vera að það sé nú og ég hef beðið um að í hann væri hringt og bið ég nú þingheim að minna mig á ef einhver ráðherra hæstv. er ótalinn, ( Gripið fram í: Félagsmálaráðherra.) hæstv. félmrh. Ég skal viðurkenna að ég hef ekki hringt í hana enn þá, en það skal nú gert. ( Gripið fram í: Og menntmrh.) Þá vænti ég að hv. 2. þm. Austurl. geti a.m.k. hafið viðræður við þá ráðherra sem hér eru.