Salome Þorkelsdóttir :
    Hæstv. forseti. Það frv. sem hér er verið að greiða atkvæði um, ríkisrekið sjóðshappdrætti, er allt annað frv. en upphaflega var lagt fram í þinginu. Það er búið að hringla með þetta mál fram og aftur og það er búið að leysa það með samkomulagi þar sem tryggð hefur verið fjárveiting í lánsfjárlögum um að hægt sé að ganga til samninga um kaup á þyrlu. Þetta happdrætti er óþarft. Þetta happdrætti er samkeppni við hin frjálsu félagasamtök í landinu sem áhuga hafa á ýmsum góðum málefnum, björgunarstörfum og öðru, og vilja fá að reka slíkt happdrætti. Það var komið í veg fyrir það með því að breyta þessu happdrætti og þess vegna segi ég nei.