Veiting ríkisborgararéttar
Föstudaginn 15. mars 1991


     Dómsmálaráðherra (Óli Þ. Guðbjartsson) :
    Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir frv. um veitingu ríkisborgararéttar, 335. máli Ed. á þskj. 905. Á þessu frv. eru í 1. gr. nöfn 42 erlendra manna sem uppfylla þau skilyrði sem sett hafa verið af allsherjarnefndum beggja deilda undanfarin ár um það að öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Í 2. gr. er fjallað um nafngiftir samkvæmt gildandi lögum um mannanöfn.
    Ég legg til, hæstv. forseti, að að lokinni þessari umræðu verði málinu vísað til 2. umr. og hv. allshn.