Félagsþjónusta sveitarfélaga
Föstudaginn 15. mars 1991


     Geir H. Haarde :
    Herra forseti. Þessi tillaga sem hér liggur fyrir er lýsandi dæmi um það samkomulagsklúður sem orðið hefur á milli stjórnarflokkanna að því er varðar málefni leikskólans. Tillagan öll, sem gerir ráð fyrir nýrri grein, er meira og minna út í bláinn og sýndarmennskan ein, á ekkert erindi inn í lög og ekki til marks um annað en það klúður, eins og ég segi, sem verið hefur uppi milli stjórnarflokkanna í þessu máli og verður góður og verðugur vitnisburður um það. Ég segi nei.