Félagsþjónusta sveitarfélaga
Föstudaginn 15. mars 1991


     Geir H. Haarde (um atkvæðagreiðslu) :
    Herra forseti. Þetta hefur nú verið ansi flókin og fyrirferðarmikil atkvæðagreiðsla. Ég vil mælast til þess áður en þetta frv. verður prentað upp að nýju eftir 2. umr. að þess verði gætt hvort fallið hafa niður 36. og 37. gr. sem kann að vera. Í fljótu bragði sýnist mér að svo hafi verið án þess að ég þori nú að fullyrða um það, en á þessu þskj. mætti ætla það væri engin 36. og 37. gr. í þessu frv. eftir að búið er að breyta því svo sem þetta þskj. gerði ráð fyrir. Ég mælist til þess að þetta verði kannað og þskj. svo prentað upp þannig að mönnum gefist kostur á að undirbúa brtt. við 3. umr.