Þinghaldið
Föstudaginn 15. mars 1991


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
    Forseti vill nú gera nokkra grein fyrir því hvernig hann hyggst haga fundarhaldi á næstunni. Forseti þarf að leita afbrigða vegna þeirra mála sem eru á prentaðri dagskrá svo að þau megi koma á dagskrá. Síðan er ætlunin að ljúka 2. og 3. dagskrármálinu, félagsþjónusta sveitarfélaga og jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla, og enn fremur 9. dagskrármálinu, ábyrgðadeild fiskeldislána. Að því loknu verður tekið til við að ræða lánsfjárlög 1991. (Gripið fram í.) Það á að ræða það.