Samningar um álver
Mánudaginn 18. mars 1991


     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson) :
     Virðulegi forseti. Hv. þm. Danfríður Skarphéðinsdótir spurði mig að því hvað ég hefði átt við þegar ég talaði um samninga sem hefðu verið gerðir. Ég heyri að mér hefur orðið þar á mismæli því að ég á við samninga sem verið er að gera, að sjálfsögðu. Sem sagt að ég hefði talið að mörgu leyti æskilegt að t.d. fulltrúi Kvennalistans hefði komið að þeim samningum sem verið er að gera. Það er náttúrlega ekki búið að ljúka samningum en það eru komnir mjög mikilvægir áfangar, mjög mikilvægir og stórir áfangar í þessa samninga sem við erum hér að ræða um, svo ég vil leiðrétta það. Mér hafa orðið þarna á mismæli, það er ekki búið að ljúka samningum, að sjálfsögðu.