Félagsþjónusta sveitarfélaga
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Það eru mörg mál sem nú bíða afreiðslu og verið að vinna að athugun á ýmsum málum í nefndum. Mér finnst ástæðulaust að tefja þingstörfin með því að halda þessari umræðu áfram og þykir rétt að taka fyrir næsta mál á dagskrá þannig að þingstörf geti haldið áfram.