Grunnskóli
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Virðulegi forseti. Um leið og ég þakka hv. deild fyrir afgreiðslu á máli þessu við 2. umr. verð ég að koma á framfæri brtt. við ákvæði til bráðabirgða, 2. málsgr., þannig að í stað orðanna ,,verði miðað við hámark 22 nemendur í 1. -- 3. bekk`` komi: verði miðað við hámark 22 nemendur í 2. -- 3. bekk en 18 nemendur í 1. bekk. Þetta er til samræmis við breytingu sem áður hafði verið samþykkt á nemendafjölda í bekk og flyt ég hana skriflega og vænti þess að forseti taki viljann fyrir verkið og sjái sér fært að bera þetta upp fyrir hv. deild.