Skaðsemisábyrgð
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) :
    Virðulegur forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um skaðsemisábyrgð sem er á þskj. 36. Þetta er samkomulagsmál sem hefur þegar verið samþykkt í Nd.
    Frv. fjallar um skaðabótaábyrgð framleiðenda og dreifingaraðila á tjóni sem hljótast kann af ágalla eða eiginleikum vöru sem þeir hafa framleitt eða látið af hendi á annan hátt í atvinnuskyni. Það er merkilegt að því leyti að það bætir réttarstöðu neytenda. Það er liður í samræmingu viðskiptalöggjafar í Vestur-Evrópu. Það er nauðsynlegt til að tryggja okkar vöruútflutningi aðgang að evrópskum markaði.
    Ég legg til að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.