Almannatryggingar
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Frsm. minni hl. heilbr.- og trn. (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1126 frá heilbr.- og trn. um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breytingum.
    Minni hl. nefndarinnar telur að frv. bæti ekki rétt allra útivinnandi kvenna, heldur einungis þeirra sem hafa sterkari samningsaðstöðu. Með vísan til þess og að á málum þessum er tekið í heildarendurskoðun almannatryggingalaganna, sem nú fer fram, leggur minni hl. til að frv. verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Undir þetta nál. rita auk frsm. Karl Steinar Guðnason og Stefán Guðmundsson.