Stjórnarskipunarlög
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
    Nú skal forseti útskýra fyrir mönnum hvernig á því stendur að mál þetta er tekið til atkvæðagreiðslu og finnst svona stundum ansi margir taka þátt í stjórnun þessa fundar.
    Þannig er að frá því að frv. er samþykkt getur liðið allt að einn sólarhringur þar til forsrh. er skylt að rjúfa þing. Honum ber því ekki að rjúfa þing þó að frv. yrði samþykkt nú þegar í stað.
    Í öðru lagi: Skilningur forseta er sá að deildin verði að samþykkja frv. án þess að gera það að lögum enda verður frv. ekki að lögum fyrr en á næsta þingi.
    Ég vona að þetta sé skilið. Ef ekki verður hreyft andmælum vegna þeirra tímamarka sem frv. setur hæstv. forsrh. getur forseti auðvitað frestað því að láta greiða atkvæði um frv. ef hv. þingdeildarmenn og forsrh. sérstaklega hefur áhyggjur af því að þingi verður ekki slitið innan sólarhrings.
    Ástæðan fyrir því að nauðsynlegt er að samþykkja frv. nú er m.a. sú að eftir er mikil pappírsvinna sem þarf að vinna frá því að deildin hefur samþykkt frv. og þar til þinglausnir og þingrof geta farið fram. Ég vona að þetta sé alveg skýrt þannig að þessi atkvæðagreiðsla geti nú farið fram.