Grunnskóli
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Geir H. Haarde (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég vil láta þess getið vegna þess að hv. menntmn. hefur verið svo vinsamleg að taka upp á sína arma þá tillögu sem ég flutti hér á þskj. 1109 að sú tillaga er dregin til baka af minni hálfu og vænti ég þess að nefndartillagan, sem er reyndar óbreytt sú tillaga sem ég flutti, verði samþykkt. Ég sameinast þannig nefndinni um að flytja hana á því þskj. sem nefndin flytur. Hins vegar er ég með aðra brtt., sem hefur ekki verið útbýtt og vænti ég þess að dokað verði í örfáar mínútur þar til þeirri tillögu hefur verið útbýtt.