Grunnskóli
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Ragnar Arnalds :
    Herra forseti. Hér er um að ræða heimild til gjaldtöku vegna sérstakrar þjónustu sem boðið er upp á að loknum skólatíma. Sjálfsagt kemur til álita í hverju tilviki hvort menn vilja nýta þessa heimild eða ekki. Það getur sjálfsagt verið álitamál. Hitt er auðvitað fjarstæða að líkja þessu við skattlagningu. Þetta á ekkert skylt við skattlagningu heldur er þetta greiðsla fyrir þjónustu. Ég tel að það liggi nokkuð í hlutarins eðli að þetta er ekki neitt merkilegra en hitt að nemendur greiði t.d. aðgangseyri að skóladansleikjum, svo ég nefni dæmi. Þetta er greiðsla fyrir þjónustu og hverjum í sjálfsvald sett hvort hann þiggur hana eða ekki. Ég segi því nei.