Mál á dagskrá
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Geir H. Haarde :
    Herra forseti. Við höfum margir verið að bíða eftir því hér í kvöld að mál, sem áður var 11. mál á dagskrá síðasta fundar, kæmi hér á dagskrá, bann við sölu á eignum ríkisins án lagaheimildar, sem er frv. frá hv. þm. Páli Péturssyni. Ég vil inna hæstv. forseta eftir því hvað veldur því að það mál var sett á dagskrá 77. fundar og ekki rætt og síðan ekki tekið á dagskrá þessa fundar, 78. fundar, þótt fyrir liggi ítarlegar brtt. við frv.