Kosning í stjórnir og ráð
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Skúli Alexandersson :
    Virðulegi forseti. Sú yfirlýsing sem hér var gefin af þingflokksformanni Alþb. kom mér nokkuð á óvart. Ég veit ekki til þess, eða ég hef a.m.k. ekki staðið að þeirri samþykkt, að þessum kosningum væri frestað. Ég hélt ég ætti rétt á því að sinna þeim þingmannsstörfum að kjósa í þessar stjórnir. Ég er að hverfa núna af þingi og verð ekki þingmaður á næsta þingi. Það er raunverulega verið að breyta þingsköpum og réttum lögum í landinu ef það á að fresta þessum kosningum í dag.