Kosning í stjórnir og ráð
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Ég tel það með öllu óeðlilegt að verið sé að fresta þessum kosningum. Það hefur ekkert samkomulag verið um það gert mér vitanlega, sá þingflokkur sem ég skipa hefur ekki gert um það neinar samþykktir. Ég skora á hæstv. forseta að stuðla að því að þessar kosningar geti farið hér fram. Flokkarnir hljóta að geta komið því í verk að leggja fram tillögur hver fyrir sig, ef ekki vill betur.