Kosning í stjórnir og ráð
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson) :
    Virðulegi forseti. Það er merkilegt ef hv. þm. Friðrik Sophusson hefur verið að tala prívat og persónulega í umræðum hér fyrr í dag. Þingheimur hefur sjálfsagt haldið að hann væri að tala sem leiðtogi Sjálfstfl. hér á Alþingi, varaformaður Sjálfstfl.
    Ég vil hins vegar láta það koma fram að eftir fund þingflokks Alþb. í þinghléi tilkynnti ég forsrh. og forseta Sþ. að þingflokkur Alþb. væri reiðubúinn að ganga til kosninga.