Kosning í stjórnir og ráð
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Málmfríður Sigurðardóttir :
    Virðulegi forseti. Á þeim fundi sem þingflokksformenn sátu áðan kom greinilega fram, eins og hv. þm. Eiður Guðnason sagði áðan, að Sjálfstfl. var þeirrar skoðunar að það ætti að fresta þessari kosningu.
    Ég minni á að þessi kosning er á dagskrá í sjötta sinn í dag og ég sé ekki beinlínis rök fyrir því að fresta henni. Hv. þm. Eiður Guðnason sagði að þess væru mörg dæmi að málum og kosningum væri frestað. Nú er verið að fresta til næsta þings, ef af frestun verður, og það gegnir kannski öðru máli.
    Í öðru lagi vil ég nú minna á það að Sjálfstfl. og Alþfl. eru ekki í meiri hluta hér á þingi. Ég vil bara að það komi í ljós og undirstrika það að hér höfum við orðið vitni að slíkri skrumskælingu á lýðræði að ég held að það sé fáheyrt.