Ferill 44. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 44 . mál.


Ed.

160. Nefndarálit



um frv. til l. um norrænt fjármögnunarfélag á sviði umhverfisverndar.

Frá fjárhags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Í ljós kom við yfirlestur þess að ákveðins ósamræmis gætti í texta frumvarpsins þar sem norræna fjármögnunarfélagið er stundum nefnt félag og stundum nefnt sjóður. Nefndin leggur til að orðinu „sjóður“ í þremur greinum frumvarpsins verði breytt í félag, til samræmis við orðalag í samningi Norðurlandaþjóðanna um stofnun fjármögnunarfélagsins. Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með þessum breytingum sem fluttar eru tillögur um á sérstöku þingskjali.
    Guðrún J. Halldórsdóttir og Halldór Blöndal voru fjarverandi afgreiðslu málsins.

Alþingi, 6. nóv. 1990.



Guðmundur Ágústsson

,

form., frsm.

Jóhann Einvarðsson,


fundaskr.

Skúli Alexandersson.


Eiður Guðnason.

Ey. Kon. Jónsson.