Ferill 234. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 234 . mál.


Nd.

336. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 113. löggjafarþingi 1990.)



1. gr.


    Á eftir orðinu „tekjuári“ í 1. gr. laganna komi: og tryggingagjalds launagreiðenda á því ári nema annað sé tekið fram.

2. gr.


     Við 2. gr. laganna bætist nýr stafliður er orðist svo:
C.      Tryggingagjalds samkvæmt ákvæðum laga um tryggingagjald.

3. gr.


     2. mgr. 9. gr. laganna orðist svo:
     Að tekjuári loknu skal fara fram ákvörðun og álagning tekjuskatts samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt, útsvars samkvæmt ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga og tryggingagjalds samkvæmt ákvæðum laga um tryggingagjald.

4. gr.


     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 1991 vegna launa sem greidd verða á því ári og síðar.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta, um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, er flutt í tengslum við frumvarp til laga um tryggingagjald. Í því frumvarpi er gert ráð fyrir að um upplýsingar og eftirlit fari eftir ákvæðum laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Jafnframt er gert ráð fyrir því að álagning tryggingagjalds fari fram samhliða álagningu tekjuskatts - og eignarskatts. Af þessum sökum er nauðsynlegt að breyta lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Um frekari skýringar á því hvernig álagningu og innheimtu tryggingagjalds verður háttað vísast til athugasemda við það frumvarp.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Hér segir að staðgreiðsla tryggingagjalds sé bráðabirgðagreiðsla með sama hætti og staðgreiðsla vegna tekjuskatts og útsvars.

Um 2. gr.


     Hér er kveðið á um að lögin um staðgreiðslu taki einnig til tryggingagjalds eftir því sem við á eftir ákvæðum laga um tryggingagjald.

Um 3. gr.


     Samkvæmt þessari grein skal endanleg álagning tryggingagjalds fara fram við álagningu opinberra gjalda að loknu tekjuári.

Um 4. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.