Ferill 150. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


113. löggjafarþing 1990–1991.
Nr. 4/113.

Þskj. 342  —  150. mál.


Þingsályktun

um fullgildingu bókunar við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda aðra valfrjálsa bókun um afnám dauðarefsingar við samninginn frá 19. desember 1966 um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem gerð var í New York 15. desember 1989.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 1990.