Ferill 38. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


113. löggjafarþing 1990–1991.
Nr. 8/113.

Þskj. 421  —  38. mál.


Þingsályktun

um athugun á lágmarksframfærslukostnaði.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að vinna að athugun á lágmarksframfærslukostnaði hérlendis. Nefndin kanni meðal annars hvaða not megi hafa af framfærslu- og neyslukönnunum sem þegar hafa verið gerðar og leiti aðstoðar Hagstofu Íslands og annarra sérfróðra aðila.
    Nefndin skili greinargerð um störf sín fyrir árslok 1991.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1990.