Ferill 104. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 104 . mál.


Ed.

567. Nefndarálit



um frv. til l. um skipti á dánarbúum o.fl.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Markús Sigurbjörnsson prófessor kom á fund nefndarinnar, en umsagnir bárust frá Sýslumannafélagi Íslands, Alþýðusambandi Íslands, Dómarafélagi Íslands, gjaldheimtustjóranum í Reykjavík, Verslunarráði Íslands og Lögmannafélagi Íslands.
    Frumvarp þetta er flutt í tengslum við gildistöku laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, enda geta núgildandi lög um skipti á dánarbúum ekki fallið að nýskipan þessara mála. Um leið hefur löggjöfin verði endurskoðuð og miðuð við þá framkvæmd sem skapast hefur. Einnig hafa ákvæði um skuldaröð krafna við skipti verið felld brott úr skiptalögum en þess í stað tekin upp í frumvarp til laga um gjaldþrotaskipti, 97. mál þessa þings.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt án breytinga.
    Guðmundur Ágústsson var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Alþingi, 29. jan. 1991.



Skúli Alexandersson,


varaform., frsm.

Jóhann Einvarðsson,


fundaskr.

Salome Þorkelsdóttir.


Valgerður Sverrisdóttir.

Ey. Kon. Jónsson.

Danfríður Skarphéðinsdóttir.