Ferill 97. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 97 . mál.


Ed.

601. Nefndarálit



um frv. til l. um gjaldþrotaskipti o.fl.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað ítarlega um frumvarpið. Á fund nefndarinnar kom Markús Sigurbjörnsson prófessor og umsagnir um frumvarpið bárust frá Alþýðusambandi Íslands, Gjaldheimtunni í Reykjavík, Sýslumannafélagi Íslands, Dómarafélagi Íslands, Lögmannafélagi Íslands, G-samtökunum, Neytendasamtökunum og Verslunarráði Íslands.
    Frumvarp þetta er flutt vegna breytinga sem verða við aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds 1. júlí 1992. Jafnframt hefur átt sér stað endurskoðun á núverandi löggjöf. Í frumvarpinu er m.a. fjallað um nauðasamninga, auk greiðslustöðvunar og gjaldþrotaskipta, en með því eru öll ákvæði, sem varða gjaldþrotameðferð, á einum stað. Ákvæði um skuldaröð eru flutt úr skiptalögum og hlutverk skiptastjóra er aukið.
    Nefndin leggur til eina breytingu á frumvarpinu og varðar hún breytingu á lögum um ríkisábyrgð á launum. Með henni er félagsmálaráðherra heimilt að greiða ríkisábyrgð á launum til einhvers sem er nákominn þrotamanni þótt krafa hafi ekki verið viðurkennd forgangskrafa sakir ákvæða 112. gr. frumvarpsins ef það er augljóslega sanngjarnt.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 7. febr. 1991.



Guðmundur Ágústsson,


form., frsm.

Jóhann Einvarðsson,


fundaskr.

Valgerður Sverrisdóttir.


Salome Þorkelsdóttir.

Danfríður Skarphéðinsdóttir.

Skúli Alexandersson.


Ey. Kon. Jónsson.