Ferill 350. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


113. löggjafarþing 1990–1991.
Nr. 14/113.

Þskj. 618  —  350. mál.


Þingsályktun

um málefni Litáens.


    Alþingi ályktar að staðfesta að viðurkenning ríkisstjórnarinnar frá 1922 á sjálfstæði lýðveldisins Litáens er í fullu gildi.
    Alþingi styður ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 23. janúar 1991 að verða við ósk lýðræðislega kjörinna stjórnvalda í Litáen um viðræður um stjórnmálasamband.
    Alþingi felur ríkisstjórninni að leiða málið til lykta með því að taka upp stjórnmálasamband við Litáen svo fljótt sem verða má.

Samþykkt á Alþingi 11. febrúar 1991.