Ferill 174. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 174 . mál.


Nd.

812. Breytingartillögur



við frv. til l. um grunnskóla.

Frá Geir H. Haarde.



     Við 9. gr. 3. mgr. orðist svo:
                   Ráðið skal skipað 11 fulltrúum: Tveimur fulltrúum kennarasamtaka, einum fulltrúa skólastjórnenda, tveimur fulltrúum foreldrafélaga eða samtaka þeirra og skal annar þeirra vera fulltrúi foreldrafélaga í dreifbýli, einum fulltrúa Kennaraháskóla Íslands, einum fulltrúa Háskóla Íslands, einum fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, einum fulltrúa Námsgagnastofnunar auk tveggja fulltrúa menntamálaráðuneytisins og skal annar þeirra vera fræðslustjóri. Jafnmargir skulu tilnefndir til vara.
     Við 17. gr. 2. málsl. síðari málsgreinar orðist svo: Sveitarstjórnum í fjölmennari sveitarfélögum er heimilt að skipta þeim í skólahverfi.
     Við 18. gr. Síðasti málsliður 2. mgr. orðist svo: Enn fremur er það hlutverk skólanefndar að gera tillögur til skólastjóra í skólahverfinu um umbætur í skólastarfinu.
     Við 26. gr.
         
    
     3. mgr. falli brott.
         
    
     4. mgr. orðist svo:
                        Skólanefnd ákveður nafn skóla og tilkynnir menntamálaráðuneytinu.
     Við 52. gr. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Nemendur, sem náð hafa afburðaárangri í námi og hafa að dómi skólastjóra meiri þroska en almennt gerist, skulu eiga þess kost, eftir því sem við verður komið, að ljúka skyldunámi á skemmri tíma en 10 árum.
     Við 72. gr. Síðasta málsgrein falli brott.