Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 230 . mál.


Nd.

827. Nefndarálit



um frv. til l. um samvinnufélög.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um það Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóra, Ævar Ísberg vararíkisskattstjóra, Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, Geir Gunnarsson, endurskoðanda Sambands íslenskra samvinnufélaga, Ragnar Hafliðason frá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands og Steingrím Ara Arason frá Verslunarráði Íslands.
    Meiri hl. nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum er fram kunna að koma.

Alþingi, 6. mars 1991.



Páll Pétursson,


form., frsm.

Guðmundur G. Þórarinsson,


fundaskr.

Ragnar Arnalds.


Jón Sæmundur Sigurjónsson.

Friðrik Sophusson,


með fyrirvara.

Matthías Bjarnason,


með fyrirvara.