Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 230 . mál.


Nd.

828. Breytingartillögurvið frv. til l. um samvinnufélög.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (PP, GGÞ, RA, JSS, FrS, MB).     Í stað 2. mgr. 44. gr komi fjórar nýjar málsgreinar er orðist svo:
                   Um framsal og veðsetningu samvinnuhlutabréfa gilda venjulegar reglur um viðskiptabréf nema annað sé tekið skýrt fram í bréfinu.
                   Samvinnufélag má aldrei eiga lengur en þrjá mánuði meira en 10% af hlutum eigin B-deildar stofnsjóðs. Eignist félagið meira af slíkum hlutum, svo sem með kaupum eða fyrir annað framsal, skal það hafa selt hlutina þannig að lögmæltu marki sé náð innan þriggja mánaða.
                   Nú eignast dótturfélag samvinnufélags hluti í móðurfélaginu, eða tekur þá að veði, og eiga þá ákvæði 3. mgr. við.
                   Samvinnufélagi er óheimilt að taka eigin samvinnuhlutabréf að veði til tryggingar lánum til eigenda slíkra bréfa.
     Við ákvæði til bráðabirgða bætist svohljóðandi málsgrein:
                   Viðskiptaráðherra skal eftir setningu laga þessara skipa nefnd sem hafi það hlutverk að gera tillögur um framtíðarskipan innlánsdeilda samvinnufélaga. Skal nefndin skila áliti í síðasta lagi 1. júlí 1992. Jafnframt skal nefndin gera tillögur um þær lagabreytingar sem nauðsynlegar kunna að verða til þess að fella reglur um rekstur innlánsdeilda að almennum reglum sem gilda um aðrar innlánsstofnanir og jafnframt taka tillit til sérstöðu starfandi innlánsdeilda og þýðingar þeirra fyrir hlutaðeigandi samvinnufélög.