Ferill 74. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


113. löggjafarþing 1990–1991.
Nr. 17/113.

Þskj. 864  —  74. mál.


Þingsályktun

um aukinn þátt bænda í landgræðslu- og skógræktarstarfi.


    Alþingi ályktar að skora á landbúnaðarráðherra að kanna möguleika á að auka þátt bænda í landgræðslu- og skógræktarstarfi með því að þeir taki að sér verkefni sem núna eru unnin af ríkisstofnunum og jafnframt beiti ráðherra sér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum í því skyni.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 1991.