Ferill 326. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 326 . mál.


Nd.

873. Breytingartillögur



við frv. til l. um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Frá meiri hl. félagsmálanefndar (RG, GHelg, AÓB, JK).



     Við 1. gr. Við b-lið fyrri málsgreinar bætist: barna og ungmenna.
     Við 2. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
     Í stað orðanna „o.fl.“ í 1. málsl. komi: og ráðgjöf.
         
    
     6. tölul. falli brott.
     Við 3. gr. Síðari málsgrein falli brott.
     Við 8. gr. Síðari málsgrein falli brott.
     Við 11. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
     2. tölul. orðist svo: að leitast við að tryggja að félagsleg þjónusta verði sem mest í samræmi við þarfir íbúa.
         
    
     Orðið „umönnun“ í 7. tölul. falli brott.
     3. mgr. 12. gr. falli brott.
     32. gr. færist aftast í VIII. kafla (verði 35. gr.).
     Á eftir 33. gr., er verði 32. gr., komi tvær nýjar greinar svohljóðandi:
         
    
     (33. gr.)
                        Sveitarfélög annast uppbyggingu og rekstur leikskóla og tekur sveitarstjórn ákvörðun um stjórn þeirra.
                        Leikskólar eru reknir samkvæmt sérstökum lögum.
         
    
     (34. gr.)
                        Sveitarstjórnir skulu eftir föngum tryggja framboð á leikskólarými. Til þess að sú þjónusta verði í sem bestu samræmi við þarfir barna í sveitarfélaginu skal það láta fara fram mat á þörfinni eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti.
                        Félagsmálaráðuneytið skal liðsinna sveitarfélögum í því skyni að sameinast um rekstur leikskóla á vettvangi héraðsnefnda eða með stofnun byggðasamlaga.
     Við 36. gr. er verði 38. gr. Í stað orðanna „er vísað í lög“ komi: fer eftir lögum.
     X. kafli, 37. 40. gr., falli brott.
     Við 42. gr. er verði 40. gr. Greinin orðist svo:
                   Félagsmálanefnd skal leitast við að tryggja framboð á hentugu húsnæði fyrir aldraða og jafnframt skipuleggja félagslega heimaþjónustu.
     Við 43. gr. er verði 41. gr. 2. málsl. orðist svo: Hér er m.a. átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar.
     44. gr. falli brott.
     Við 49. gr. er verði 46. gr. Í stað orðanna „hafa framboð“ komi: tryggja framboð.