Ferill 392. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


113. löggjafarþing 1990–1991.
Nr. 23/113.

Þskj. 941  —  392. mál.


Þingsályktun

um gerð staðfræðikorta, gróðurkorta og um landfræðilegt upplýsingakerfi.


    Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að beita sér fyrir samstarfi stofnana og fyrirtækja, sem annast landmælingar og kortagerð, um að gerð verði stafræn staðfræðikort í mælikvarða 1:25 000 af öllu landinu á næstu tíu árum og hlutast til um að gróðurkortagerð af landinu verði lokið á þeim tíma.
    Jafnframt verði komið á fót samræmdu landfræðilegu upplýsingakerfi sem byggt verði á staðfræðikortum af landinu og gagnasöfnun þeirra stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja sem nota staðbundin gögn.
    Áður en ráðist verður í þetta verk verði unnið að tilraunaverkefni í því skyni að ljúka forvinnu og komið á nauðsynlegri samvinnu aðila og samið um skiptingu kostnaðar milli þeirra.
    Miða skal við að tilraunaverkefninu verði lokið fyrir árslok 1992.

Samþykkt á Alþingi 13. mars 1991.