Ferill 200. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


113. löggjafarþing 1990–1991.
Nr. 24/113.

Þskj. 942  —  200. mál.


Þingsályktun

um kortlagningu gróðurlendis Íslands.


    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að hlutast til um að gróðurlendi Íslands verði kortlagt.
    Lögð verði áhersla á að upplýsa:
     1.      heildarstærð gróinna landsvæða svo að staðfest verði hve mikill hluti landsins er hulinn gróðri,
     2.      stærð og mörk þeirra landsvæða þar sem gróðureyðing er ör til að auðvelda markvissar aðgerðir í gróðurvernd og uppgræðslu þeirra,
     3.      stærð þeirra landsvæða þar sem gróður á í vök að verjast og friðun telst árangursrík til styrkingar,
     4.      stærð ógróinna landsvæða sem hæf eru til landgræðslu en gróa ekki sjálfkrafa.
    Að öðru leyti byggist nánari greining landsins eftir jarðvegi og gróðri á þeim möguleikum sem sú tækni í myndagerð, sem notuð verði við þetta verkefni, framast leyfir.

Samþykkt á Alþingi 13. mars 1991.