Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 370 . mál.


Nd.

1024. Nefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum.

Frá minni hl. sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Til fundar við nefndina komu Jakob Jakobsson og Sveinn Sveinbjörnsson frá Hafrannsóknastofnun, Kristján Ragnarsson frá LÍÚ, Óskar Vigfússon og Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands, Guðjón A. Kristjánsson, Helgi Laxdal og Benedikt Valsson frá Farmanna - og fiskimannasambandi Íslands, Þórður Skúlason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Húnbogi Þorsteinsson frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Jón Ólafsson og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson frá Félagi íslenskra fiskimjölsframleiðenda, Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Landsbanka Íslands, Lárus Jónsson frá Félagi rækju - og hörpudisksframleiðenda og Þorsteinn Gíslason og Jón Reynir Magnússon frá Síldarverksmiðjum ríkisins. Umsagnir og gögn bárust frá Siglufjarðarkaupstað, Fiskifélagi Íslands, sjávarútvegsráðuneytinu, Byggðastofnun og Þjóðhagsstofnun, auk þess sem þau gögn sem sjávarútvegsnefnd efri deildar hafði til hliðsjónar lágu fyrir nefndinni.
    Meiri hl. nefndarinnar, þeir Matthías Bjarnason, Geir Gunnarsson, Hreggviður Jónsson og Kristinn Pétursson, er samþykkur því að málið sé afgreitt frá nefndinni en stendur ekki að áliti þessu. Meiri hl. nefndarinnar mun ekki heldur skila nefndaráliti. Þrír hinir fyrsttöldu, ásamt fleirum, flytja breytingartillögu við málið í heild á þskj. 995.
    Minni hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru í efri deild.

Alþingi, 15. mars 1991.



Jón Sæmundur Sigurjónsson,


form., frsm.

Guðni Ágústsson.

Alexander Stefánsson.